Stórskotalið á væntanlegri plötu Beyoncé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2019 16:45 Beyoncé á sérstakri stjörnufrumsýningu Lion King vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí. Hollywood Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí.
Hollywood Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira