39 farþegar Icelandair komust ekki með frá Manchester Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:15 Bombardier Q400-vél Air Iceland Connect sést hér á Akureyrarflugvelli. Vélarnar eru nú notaðar í millilandaflugi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. vísir/frikki þór 39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40