Innlent

Rúta festist í Steinholtsá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rútan sést hér úti í ánni.
Rútan sést hér úti í ánni. Landsbjörg
Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita á öðrum tímanum í dag þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að nærstaddir björgunarsveitarmenn hafi komið fljótlega á vettvang og var þá búið að koma öllum farþegum frá borði.

„Björgunarsveitarmennirnir hófust þá handa við að bjarga rútunni úr ánni ásamt öðru fólki á svæðinu og tókst það vel. Rútan var komin á þurrt um hálftíma eftir að útkall barst.

Stuttu áður en útkallið í Þórsmörk barst var björgunarskipið á Höfn kallað út vegna trillu sem hafði orðið vélarvana þegar hún sigldi inn Hornafjarðarós í svartaþoku.

Fimm mínútum síðar var björgunarskipið Ingibjörg lagt af stað úr höfn en þá barst tilkynning um að trillan hafði hrokkið í gang og komst hún af sjálfsdáðum til hafnar,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×