„Með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 13:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, veltir því fyrir sér hvort varaformennska Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í bankaráði AIIB sé brot á siðareglum ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB. Greint var frá því um helgina að Bjarni hafi tekið við varaformennsku í ráðinu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ákvað í kjölfarið að senda fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis hvort þessi störf Bjarna kunni að vera brot á siðareglum ráðherra. Bjarni svarar þessum vangaveltum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hann að fjármála- og efnahagsráðherra Íslands sitji ólaunað í bankaráði AIIB ásamt fulltrúum annarra 78 fullgildra aðildarríkja bankans. „Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Með orðum sínum um rökstuddan grun er ráðherrann að vísa í orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem hún lét falla í Silfrinu í febrúar í fyrra. Sagði Þórhildur Sunna að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið að sér fé í umræðu um akstursgreiðslur til hans og annarra þingmanna. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingmanna með þessum ummælum sínum. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB. Greint var frá því um helgina að Bjarni hafi tekið við varaformennsku í ráðinu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ákvað í kjölfarið að senda fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis hvort þessi störf Bjarna kunni að vera brot á siðareglum ráðherra. Bjarni svarar þessum vangaveltum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hann að fjármála- og efnahagsráðherra Íslands sitji ólaunað í bankaráði AIIB ásamt fulltrúum annarra 78 fullgildra aðildarríkja bankans. „Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Með orðum sínum um rökstuddan grun er ráðherrann að vísa í orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem hún lét falla í Silfrinu í febrúar í fyrra. Sagði Þórhildur Sunna að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið að sér fé í umræðu um akstursgreiðslur til hans og annarra þingmanna. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingmanna með þessum ummælum sínum.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04