Meira að segja ungu strákarnir frá Sviss eru taldir vera betri en Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 11:30 Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira