Hlýnun jarðar hefur haft ýmis vandamál í för með sér. Eitt af þeim óvæntari tengist mammútabeinum en bæði aðgerðarsinnar og sveitarstjórnarmenn í Rússlandi vara nú við því sem þeir kalla gullæði með þessi bein. Hefur þetta gerst eftir að sífrerinn í Síberíu byrjaði að þiðna.
„Það þarf að setja reglur um nýtingu þessara beina“ segir Vladimir Prokopyev, sveitarstjórnarmaður í Jakútíu. Hann hefur áhyggjur af því að stór fyrirtæki komi og taki beinin. Hingað til hafa heimamenn haft viðurværi af því að safna þessum beinum og selja þau.
Í Kína er góður markaður fyrir bein mammúta, sem hafa verið útdauðir í þúsundir ára. Fílabeinið eru nýtt í skartgripi, hnífa, heillagripi og fleira. Þessi viðskipti velta 6 til 7 milljörðum á hverju ári.
Einfalt er að grafa upp beinin en nú er farið að nota vatnspumpur sem geta haft slæm áhrif á umhverfið. Umhverfissinnar hafa miklar áhyggjur af því að ásóknin í beinin geti haft skelfileg áhrif á umhverfið.
Óttast óhóflega verslun og umhverfisslys
Kristinn Haukur skrifar
