Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs. Reykjavík Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00