Pólverjar hætta við kröfu um framsal Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júlí 2019 06:00 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00