YouTube-stjarna lést í slysi á rafmagnshlaupahjóli Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 08:19 Emily Hartridge var 35 ára þegar hún lést. Getty/Jeff Spicer Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt. Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt.
Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira