„Vindar verða oftast hægir og hlýtt í veðri, sem gæti boðið upp á hið ágætasta útivistarveður þó vissara sé að hafa regngallann og flíspeysuna innan seilingar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld víða um land, en þurrt að kalla NA til fram undir kvöld.Rigning NV til í fyrramálið, annars þurrt að kalla, en líkur á síðdegisskúrum. Fer að rigna syðst seint annað kvöld. Hiti 11 til 20 stig að deginum, hlýjast NA-lands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:Suðlægar og austlægar áttir og dálítil væta með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustlæg átt og dálítil rigning eða súld víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Áfram hlýtt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt og lítilsháttar vætu á víð og dreif og milt veður.