Reyndi að stinga mann með stórum eldhúshníf en fékk að kenna á hafnaboltakylfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:25 Maðurinn er undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira