Í nótt nálgast dálítil úrkomusvæði sunnan úr hafi og þokast yfir landið. Má því búast við vætu víða um land á morgun, einkum þó sunnan- og vestantil.
Fremur hlýtt í veðri um helgina og getur hiti náð 20 stigum norðaustantil í dag.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt, en suðvestan 5-10 m/s við SA-ströndina síðdegis. Skýjað að mestu og víða smáskúrir, en þokubakkar úti við N -og A-ströndina. Líkur á skúradembum inn til landsins seinni partinn, einkum NA-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast NA-til.Suðaustan 3-10 og dálítil rigning eða súld S- og V-lands í nótt og á morgun, en annars hægara, skúrir og heldur svalara.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað, skúrir á víð og dreif, en suðaustan 5-10 m/s og fer að rigna á S- og V-landi undir kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 3-10 m/s og rigning með köflum, úrkomumest V-lands. Hiti 14 til 22 stig, hlýjast A-til.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt og dálítil væta með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á V-landi.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt, skýjað með köflum, en þurrt að kalla og áfram hlýtt í veðri.