Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira