Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 11:45 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. Lögreglan hefur yfirheyrt þann sem kveðst vera í forsvari fyrir fyrirtækið. mynd/te Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37