Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 19:07 Harðlínumaðurinn Salvini, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á stjórnvöldum í Kreml. Vísir/EPA Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi. Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi.
Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58
Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21