Afgreiddi FH fyrir tveimur árum og er enn aðalmaðurinn hjá Maribor Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2019 14:00 Tavares í leik Maribor og Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2017. vísir/getty Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reiddu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reiddu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00
FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu