Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 13:25 Kim Darroch hefur ákveðið að stíga til hliðar. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10