Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2019 10:58 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. Svo segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Unnið er að því að útfæra framlengingu leigusamnings einnar vélar út október. „Við þessar breytingar dregst sætaframboð félagsins á tímabilinu 16. september til 26. október saman um 4% frá því sem áður var áætlað,“ segir í tilkynningunni. „Eins og fram hefur komið hefur félagið lagt megináherslu á fjölgun farþega á mörkuðunum til og frá Íslandi og hefur félagið aldrei flutt fleiri farþega til Íslands en það sem af er sumri, eða 354 þúsund farþega í maí og júní samanborið við 257 þúsund á sama tímabili í fyrra. Þá eru bókanir á markaðinum til Íslands á tímabilinu júlí til október rúmlega 20% fleiri en á sama tímabili í fyrra.“ Fram kemur að vinna varðandi þessar breytingar muni hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. „Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru enn óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.“ Verð á bréfum í Icelandair Group hefur fallið um fimm prósent það sem af er degi. Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. Svo segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Unnið er að því að útfæra framlengingu leigusamnings einnar vélar út október. „Við þessar breytingar dregst sætaframboð félagsins á tímabilinu 16. september til 26. október saman um 4% frá því sem áður var áætlað,“ segir í tilkynningunni. „Eins og fram hefur komið hefur félagið lagt megináherslu á fjölgun farþega á mörkuðunum til og frá Íslandi og hefur félagið aldrei flutt fleiri farþega til Íslands en það sem af er sumri, eða 354 þúsund farþega í maí og júní samanborið við 257 þúsund á sama tímabili í fyrra. Þá eru bókanir á markaðinum til Íslands á tímabilinu júlí til október rúmlega 20% fleiri en á sama tímabili í fyrra.“ Fram kemur að vinna varðandi þessar breytingar muni hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. „Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru enn óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.“ Verð á bréfum í Icelandair Group hefur fallið um fimm prósent það sem af er degi.
Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira