Selfyssingurinn byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hann þurfti ekki langan tíma því á 73. mínútu kom hann heimamönnum yfir.
GOOOOOOOOOOOOOOOAL KJARTANSSON!
— Rubin Kazan UK (@RubinKazanUK) July 29, 2019
Lokatölur urðu svo 1-0 og Rubin því áfram ósigrað í deildinni en liðið er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.
Viðar er á láni hjá Rubin frá Rostov en frá mars fram í júlí spilaði Viðar fyrir AIK í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum.