Segir að svæsnustu brotin á vinnumarkaði séu í ferðaþjónustunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 12:30 Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42