Breska ríkisstjórnin telur Brexit án samnings líklega niðurstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 10:09 Michael Gove vinnur að undirbúningi samningslauss Brexit, verði það niðurstaðan. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07