800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2019 18:49 Talið er að þetta sé ein stærsta aðgerð stjórnvalda í langan tíma sem beinst hefur gegn stjórnarandstöðunni þar í landi. Vísir/AP Lögreglan í Moskvu hefur handtekið yfir 800 manns í dag sem mótmælt hafa framgöngu stjórnvalda þar í landi. Handtökurnar áttu sér stað fyrir og eftir mótmæli fyrir utan ráðhús borgarinnar. Þar söfnuðust mótmælendur saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. Kosið verður um öll sætin í borgarstjórn Moskvu þann áttunda september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Frambjóðendur sem ekki eru studdir af stjórnmálaflokki þurfa að safna um fimm þúsund undirskriftum svo framboð þeirra teljist gilt. Fram að þessu hafa nær tvö hundruð frambjóðendur skráð framboð sín og eru flestir þeirra stuðningsfólk Vladimir Putin Rússlandsforseta. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nógu mörgum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir halda því þó fram að þeir hafi fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu ósviknar. Sú ákvörðun kjörstjórnar að hindra framboð nokkurra stjórnarandstöðuframbjóðenda hefur leitt til fleiri mótmæla í þessum mánuði. Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings telur alríkisstjórnina hafa brugðist í að gera ríkjum grein fyrir alvarleika árása á kosningarnar árið 2016. 26. júlí 2019 10:12 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Lögreglan í Moskvu hefur handtekið yfir 800 manns í dag sem mótmælt hafa framgöngu stjórnvalda þar í landi. Handtökurnar áttu sér stað fyrir og eftir mótmæli fyrir utan ráðhús borgarinnar. Þar söfnuðust mótmælendur saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. Kosið verður um öll sætin í borgarstjórn Moskvu þann áttunda september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Frambjóðendur sem ekki eru studdir af stjórnmálaflokki þurfa að safna um fimm þúsund undirskriftum svo framboð þeirra teljist gilt. Fram að þessu hafa nær tvö hundruð frambjóðendur skráð framboð sín og eru flestir þeirra stuðningsfólk Vladimir Putin Rússlandsforseta. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nógu mörgum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir halda því þó fram að þeir hafi fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu ósviknar. Sú ákvörðun kjörstjórnar að hindra framboð nokkurra stjórnarandstöðuframbjóðenda hefur leitt til fleiri mótmæla í þessum mánuði.
Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings telur alríkisstjórnina hafa brugðist í að gera ríkjum grein fyrir alvarleika árása á kosningarnar árið 2016. 26. júlí 2019 10:12 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15
Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings telur alríkisstjórnina hafa brugðist í að gera ríkjum grein fyrir alvarleika árása á kosningarnar árið 2016. 26. júlí 2019 10:12
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21