Munaðarlaus andarungi lifir lúxuslífi í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2019 20:00 Andarunginn Tísti, sem lifir lúxuslífi í sveitinni á bænum Borgareyri í Rangárþingi eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira