Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 13:10 Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Vísir/Vilhelm Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira