Marel stefnir á 12 prósent vöxt næstu árin Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2019 10:50 Viðburðaríkur fjórðungur að baki hjá Marel Vísir/EPA Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður stefnir Marel á 12 prósent meðalvöxt árlega á tímabilinu 2017 til 2026. Marel búi að „góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða“ sem gera ætti fyrirtækinu kleift ráðast í sterka markaðssókn og nýssköpun og þannig ná innri vexti umfram almennan markaðsvöxt, sem áætlað er að verði um 4 til 6 prósent til lengri tíma. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr yfirlýsingum Marels í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem leit dagsins ljós í gær. Það bar meðal annars með sér að tekjur Marels hafi numið 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, rúmlega 44 milljörðum króna, sem er 10 prósent hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar að auki jókst rekstrarhagnaður Marels um 15 prósent og 7 prósent aukning varð í mótteknum pöntunum frá fyrra ári. Það sem af er degi hefur virði bréfa Marels hækkað um 0,75 í Kauphöllinni, en ætla má að rekja megi hækkunina beint til uppgjörsins og fjárfestakynningar sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins í morgun. „Við sjáum sveiflur á mörkuðum þar sem aukning er í pöntunum á stærri verkefnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hefur á stærri pöntunum í Evrópu og Norður Ameríku. Á móti kemur góður vöxtur í endurnýjunar- og viðhaldsverkefnum hjá viðskiptavinum okkar í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tengslum við uppgjör fjórðungsins - sem hann segir hafa verið viðburðarríkan í sögu félagsins.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Beri þar skemmst að nefna skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam og útgáfu 15 prósent nýs hlutafjár. Árni segist þakklátur fyrir hvernig útboðið hafi gengið. „Alls tóku 4.700 fjárfestar þátt í útboðinu en fyrir skráningu félagsins í Euronext Amsterdam voru hluthafar félagsins 2.500 talsins,“ segir Árni. Það muni styðja við næstu skref í framþróun Marels, en vöxtur félagsins verði knúinn áfram af nýsköpun, markaðssókn og ytri vexti. „Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxtarmarkmiðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu með áherslu á fæðuöryggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni,” segir Árni. Áætlaður vöxtur verði þó líklega ekki línulegur, enda háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni. Því megi reikna með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga „vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna,“ eins og það er orðað. Þá telur JP Morgan að gengi Marels geti farið upp í 4,7 evrur á næstu 18 mánuðum, sem er um 7 prósentum yfir gengi bréfanna í kauphöllinni í Amsterdam í dag og 27 prósentum yfir útboðsgenginu. Eftir farsæla skráningu sé Marel vel í stakk búið til að styðja undir frekari vöxt með yfirtökum. Markaðir Tengdar fréttir Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00 Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45 Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður stefnir Marel á 12 prósent meðalvöxt árlega á tímabilinu 2017 til 2026. Marel búi að „góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða“ sem gera ætti fyrirtækinu kleift ráðast í sterka markaðssókn og nýssköpun og þannig ná innri vexti umfram almennan markaðsvöxt, sem áætlað er að verði um 4 til 6 prósent til lengri tíma. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr yfirlýsingum Marels í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem leit dagsins ljós í gær. Það bar meðal annars með sér að tekjur Marels hafi numið 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, rúmlega 44 milljörðum króna, sem er 10 prósent hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar að auki jókst rekstrarhagnaður Marels um 15 prósent og 7 prósent aukning varð í mótteknum pöntunum frá fyrra ári. Það sem af er degi hefur virði bréfa Marels hækkað um 0,75 í Kauphöllinni, en ætla má að rekja megi hækkunina beint til uppgjörsins og fjárfestakynningar sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins í morgun. „Við sjáum sveiflur á mörkuðum þar sem aukning er í pöntunum á stærri verkefnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hefur á stærri pöntunum í Evrópu og Norður Ameríku. Á móti kemur góður vöxtur í endurnýjunar- og viðhaldsverkefnum hjá viðskiptavinum okkar í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tengslum við uppgjör fjórðungsins - sem hann segir hafa verið viðburðarríkan í sögu félagsins.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Beri þar skemmst að nefna skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam og útgáfu 15 prósent nýs hlutafjár. Árni segist þakklátur fyrir hvernig útboðið hafi gengið. „Alls tóku 4.700 fjárfestar þátt í útboðinu en fyrir skráningu félagsins í Euronext Amsterdam voru hluthafar félagsins 2.500 talsins,“ segir Árni. Það muni styðja við næstu skref í framþróun Marels, en vöxtur félagsins verði knúinn áfram af nýsköpun, markaðssókn og ytri vexti. „Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxtarmarkmiðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu með áherslu á fæðuöryggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni,” segir Árni. Áætlaður vöxtur verði þó líklega ekki línulegur, enda háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni. Því megi reikna með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga „vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna,“ eins og það er orðað. Þá telur JP Morgan að gengi Marels geti farið upp í 4,7 evrur á næstu 18 mánuðum, sem er um 7 prósentum yfir gengi bréfanna í kauphöllinni í Amsterdam í dag og 27 prósentum yfir útboðsgenginu. Eftir farsæla skráningu sé Marel vel í stakk búið til að styðja undir frekari vöxt með yfirtökum.
Markaðir Tengdar fréttir Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00 Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45 Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00
Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45
Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15