Gæti tekið vikur að hreinsa upp alla olíuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:00 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka. Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka.
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50