Þarf að passa vel upp á fæturna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Innblástur í tísku kemur frá félögum hans í vinnunni og sportinu. Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira