Besti vinur Kolbeinn Marteinsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun