Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. júlí 2019 11:50 Í vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá vettvang slyssins. Skjáskot Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð. Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð.
Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira