Fyrr í gær tilkynnti Simons sjálfur að hann hafi ákveðið að framlengja ekki samning sinn við spænska félagið en hann gekk í raðir Barcelona einungis níu ára gamall.
Hann hefur verið í U15 og U16 ára landsliðum Hollands en hefur nú fært yfir til Frakklands. Umboðsmaður Simons er enginn annar en hinn umdeildi umboðsmaður, Mino Raiola, sem er einnig umboðsmaður til að mynda Paul Pogba.
Paris Saint-Germain is happy to announce the arrival of @xavisimons to the club
The Dutch midfielder has signed a professional contract until 2
#ICICESTPARISpic.twitter.com/EjMmsn6pQu
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 23, 2019
Börsungar voru tilbúnir að gefa Simons samning sem hljóðaði upp á hundrað þúsund evrur yfir heilt tímabil, rúmar þrettán milljónir, en hann ákvað frekar að færa sig yfir til Frakklands.
Það verður fróðlegt að fylgjast áfram með þessum ofur efnilega leikmanni í Frakklandi.