Kvarta yfir „pervertum í runnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 18:34 Tveir stríplar á góðri stundu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju. Frakkland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju.
Frakkland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira