Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar. Skrifstofa sveitarfélagsins er í Þelamerkurskóla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu