Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar. Skrifstofa sveitarfélagsins er í Þelamerkurskóla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30