Skartgripasalar vilja kaupa tennur og bein úr grindhvölunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:05 Landeigandi hyggst skoða að koma tönnum og beinum úr grindhvölunum í verð. Vísir/Elín margrét Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08
Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36