Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 23:06 Um er að ræða uppfærslu á ratsjárkerfum NATO ásamt viðhaldi og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Áætlað er að bandaríski herinn og Atlantshafsbandalagið muni verja tæpum 14 milljörðum króna á næstu árum vegna uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í auglýsingu um útboð sem bandarísk yfirvöld birtu í dag kemur fram að til stendur að stækka flughlað innan öryggissvæðisins, reisa færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Þessi framkvæmd verður alfarið fjármögnuð af bandaríska ríkinu. Aðeins verður samið um hönnun- og framkvæmd verksins við íslensk eða bandarísk fyrirtæki og þurfa þau að skrá sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda til að geta tekið þátt í útboðsferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki árið 2023. Í frétt RÚV kemur jafnframt fram að nú þegar sé búið að ganga að tilboði íslenskra verktaka í framkvæmdir á vegum hersins fyrir þrjá milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld setji alls 400 milljónir króna í framkvæmdir á vegum NATO á næstu árum.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bandaríkin auglýsa útboð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um útboð á hönnun- og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 17:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02