Fótbolti

Viðar lánaður til Rubin Kazan út tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar er búinn að finna sér nýtt lið í Rússlandi.
Viðar er búinn að finna sér nýtt lið í Rússlandi. vísir/vilhem
Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir Rubin Kazan á láni frá Rostov í Rússlandi. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins.



Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga. Í gær birti Rubin Kazan m.a. mynd af Viðari á sinni fyrstu æfingu með liðinu.

Viðar yfirgaf Hammarby fyrr í vikunni eftir fimm mánaða lánsdvöl hjá sænska félaginu. Hann skoraði sjö mörk í 15 leikjum með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.

Næsti leikur Rubin Kazan er gegn Dinamo Moskvu á morgun. Liðið gerði jafntefli, 1-1, við Lokomotiv Moskvu í 1. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar.

Hjá Rubin Kazan mun Viðar leika í treyju númer átta. Hann er annar Íslendingurinn sem leikur með liðinu. Ragnar lék 13 leiki með Rubin Kazan fyrri hluta tímabilsins 2017-18. Hann var þá í láni frá Fulham.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×