Bjarni og eistun Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:45 Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun