Fótbolti

Greiðari leið fyrir stelpurnar okkar á HM: Liðunum fjölgað um átta lið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. vísir/getty
Heimsmeistaramót kvenna verður með 32 liðum en FIFA tilkynnti þetta í kvöld. Síðustu mót hafa farið fram með 24 liðum.

Gianni Infantino, forseti FIFA, staðfesti þetta eftir fund hæstvirtu manna innan FIFA að liðunum yrði fjölgað um átta; úr 24 í 32.







„Ég er ánægður að sjá þessar breytingar verða að veruleika,“ sagði forseti FIFA, Gianni Infantino, er rætt var um breytingarnar.

Breytingarnar taka gildi strax frá næsta móti en Ísland hefur aldrei verið með á HM kvenna. Stelpurnar okkar hafa þó tekið þátt í þremur Evrópumótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×