Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Kolfinna Jóhannesdóttir sviðsstjóri greiningarsviðs Menntamálastofnunar segir að hlutfallslega eigi ungmenni í dreifbýli mun erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli og bilið fari vaxandi. Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna. Skóla - og menntamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira