Þessi tuttugu koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims: Þrír frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 14:30 Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah eru allir tilnefndir. Getty/Laurence Griffiths Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira