Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 10:27 Hreyfing þarf að breyta viðskiptaháttum sínum eftir auglýsingar sínar um sumartilboð á árskortum. Getty/Virojt Changyencham Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“ Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“
Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira