Tískusýning Victoria´s Secret fer ekki fram í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2019 09:17 Shanina Shaik á sýningu Victoria's Secret í desember 2018. getty/Taylor Hill Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“ Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“
Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira