Tæp 37 prósent vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Sjá meira
Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Sjá meira