Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 23:30 Boris sótti Skotland heim í gær. Getty/Jeff J. Mitchell Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. Johnson segist ekki stefna á að Bretar yfirgefi ESB í haust án samnings en til þess gæti komið en boltinn sé hjá „vinum og félögum Breta hinum megin við Ermarsundið.“ Guardian greinir frá. Boris hefur kallað eftir því að baktryggingin svokallaða, sem er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn, verði afnumin. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. „Evrópusambandið veit að breska þingið hefur hafnað baktryggingunni í þrígang, það er ekki möguleiki að hún nái í gegn. Við verðum að fá baktrygginguna úr samningnum, við getum ekki sætt okkur við samninginn í núverandi mynd,“ sagði Johnson.Harðlínu menn harðir á móti baktryggingunni Fyrr í vikunni deildi Johnson við taoiseach, forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar. Kollegarnir ræddust við í gegnum síma, um baktrygginguna þar sem Varadkar sagði ESB vera einhuga í afstöðu sinni gagnvart baktryggingunni. Johnson sagði þá ljóst að Bretar myndu aldrei setja upp landamærastöðvar á landamærum Norður Írlands og Írlands en baktryggingin þyrfti að hverfa af samningaborðinu. Írar og Evrópusambandið telja baktrygginguna vera nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir að hörð landamæragæsla verði til staðar á landamærunum áðurnefndu. Baktryggingin veldur hins vegar harðlínu Brexit-mönnum áhyggjum þar sem talið er að með henni haldi Evrópusambandið enn í Bretland, þrátt fyrir útgönguna. „Ef ESB getur ekki komið til móts við okkur, ef þau geta það alls ekki. Þá verðum við að búa okkur undir Brexit án samnings,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sem væntanlegur er til Norður Írlands á næstu dögum, í opinberri heimsókn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira