Kaupfélag Skagfirðinga keypti lambahryggi af Fjallalambi til að bregðast við skorti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2019 19:00 Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“ Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira