Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ Freydís Þóra Þorsteinsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:45 Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun