Hærra verðlaunafé á HM í Fortnite en í mörgum af stóru íþróttamótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 11:00 Kyle "Bugha” Giersdorf fékk ekki bara bikar í verðlaun heldur einnig 366 milljónir króna fyrir að vinna heimsmeistaratitilinn í Fortnite tölvuleiknum. Getty/Mike Stobe Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019 Rafíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019
Rafíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira