Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli í Fossvogsdal. Vísir/Vilhelm Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. Fossvogsskóla var eins og fyrr segir lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu og fengu nemendur meðal annars inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Framkvæmdum í þeim hluta skólans sem kallaður er Vesturland er ekki lokið en í pósti skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf hefst í Fossvogsskóla 22. ágúst næstkomandi. Skólanum var lokað í mars síðastliðnum.Vísir/vilhelm Þessa dagana er verið að vinna að frágangi og þrifum í Austur- og Meginlandi. „Her manna vinnur hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum og þrifum fyrir 15. ágúst og miðar verkinu vel. Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað og í næstu viku verður hafist handa við að koma húsgögnum og öðrum búnaði fyrir inn á námssvæðum.“ Aðalbjörg segir í póstinum að vegna breytinga á bókasafni og endurskipulagningu á nýtingu á rýmum í öðrum álmum skólans geri skólanum kleift að koma nemendum fyrir þrátt fyrir að það þrengi að þeim um nokkurn tíma. „Stjórnendur telja að nokkuð vel hafi tekist til miðað við aðstæður að haga skipulagsbreytingum með þeim hætti að sem best fari um nemendur en lögð hefur verið áhersla á að nemendur í hverjum árgangi séu sem mest saman á námssvæðum. Þótt að þrengi að okkur um einhvern tíma er það afar dýrmætt og mikið gleðiefni að geta öll verið í skólahúsnæðinu. Allar aðgerðir í þessum skipulagsbreytingum miða að því að skapa sem mestan stöðugleika í skólastarfinu,“ segir í tölvupósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. Fossvogsskóla var eins og fyrr segir lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu og fengu nemendur meðal annars inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Framkvæmdum í þeim hluta skólans sem kallaður er Vesturland er ekki lokið en í pósti skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf hefst í Fossvogsskóla 22. ágúst næstkomandi. Skólanum var lokað í mars síðastliðnum.Vísir/vilhelm Þessa dagana er verið að vinna að frágangi og þrifum í Austur- og Meginlandi. „Her manna vinnur hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum og þrifum fyrir 15. ágúst og miðar verkinu vel. Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað og í næstu viku verður hafist handa við að koma húsgögnum og öðrum búnaði fyrir inn á námssvæðum.“ Aðalbjörg segir í póstinum að vegna breytinga á bókasafni og endurskipulagningu á nýtingu á rýmum í öðrum álmum skólans geri skólanum kleift að koma nemendum fyrir þrátt fyrir að það þrengi að þeim um nokkurn tíma. „Stjórnendur telja að nokkuð vel hafi tekist til miðað við aðstæður að haga skipulagsbreytingum með þeim hætti að sem best fari um nemendur en lögð hefur verið áhersla á að nemendur í hverjum árgangi séu sem mest saman á námssvæðum. Þótt að þrengi að okkur um einhvern tíma er það afar dýrmætt og mikið gleðiefni að geta öll verið í skólahúsnæðinu. Allar aðgerðir í þessum skipulagsbreytingum miða að því að skapa sem mestan stöðugleika í skólastarfinu,“ segir í tölvupósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06
Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27