Snúa aftur til vinnu í skugga sprengjuárásar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 10:00 Starfsfólk dönsku Skattstofunnar var slegið yfir fréttum þriðjudagsins og sagðist upplifa öryggisleysi þegar það ætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn síðan sprengjuárás var gerð á vinnustaðinn. Vísir/EPA Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16