Skilur ekki af hverju það er ekki búið að tryggja innanlandsflug eins og fyrirheit voru um Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 18:45 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur. Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur.
Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08